360° ráðgjöf er persónusniðin ráðgjöf þar sem farið er yfir fjármálin þín frá öllum hliðum, stöðuna í dag og framtíðarmarkmið.
360° ráðgjöf er persónusniðin fjármálaráðgjöf sem öllum viðskiptavinum Landsbankans stendur til boða þar sem þú sest niður með ráðgjafa og ferð yfir fjármálin þín frá öllum hliðum; lán, sparnaður, lífeyrissparnaður, tryggingar, þróun, staðan í dag og framtíðarmarkmið.
Velgengni í fjármálum snýst ekki bara um að ná endum saman og forðast óþarfa útgjöld og lán. Fjármál tengjast öllu sem við tökum okkur fyrir hendur.
Velkomin í 360° ráðgjöf
Í 360° ráðgjöf Landsbankans er farið yfir framtíðarmarkmið og sparnað frá öllum hliðum.
Ef þú getur beðið, þá er alltaf ódýrara að spara fyrir því sem þú ætlar að kaupa eða gera. Ráðgjöf og góðar ráðleggingar frá fólki sem þekkir til getur verið fyrsta skrefið í að komast á áfangastað.
Landsbankinn býður fjölbreytta sparnaðarkosti; lífeyrissparnað, úrval innlánsreikninga, sparnað vegna íbúðakaupa og sjóði.
Þér býðst einnig sparnaðarráðgjöf sem miðar að því að aðstoða viðskiptavini við að byggja upp sparnað.
Í 360° ráðgjöf er farið yfir lánamálin og hvort að tækifæri sé til að hagræða þeim fyrir þig. Hvort sem um er að ræða lán til lengri eða skemmri tíma þá er mikilvægt að vita að kjörin sem þú færð séu góð og að þú hafir skýra áætlun um það hvernig og hvenær lánin eru greidd niður.
Minniháttar breytingar á vöxtum íbúðaláns geta t.d. breytt greiðslubyrði talsvert.
Ef lánin eru mörg getur borgað sig að sameina þau og sömuleiðis þarf að gæta þess að greiða fyrst niður óhagstæð lán
Lán og fjármögnun
Í 360° ráðgjöf er farið yfir þær ráðstafanir sem þú hefur gert fyrir efri árin og hvort að tækifæri sé til úrbóta.
Þegar þú hættir að vinna þarftu að lifa á því sem þú hefur eignast um ævina. Lögbundinn lífeyrissparnaður tryggir þér lágmarksframfærslu en er oftast lægri en launin sem þú ert með við starfslok. Algengt er að tekjur lækki um allt að 50% þegar starfsævinni lýkur.
Með því að leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað og gera áætlun um lífið eftir vinnu geturðu lagt mikilvægan grunn að áhyggjuleysi eftir að þú lýkur störfum.
Lífeyrissparnaður
Ráðgjafi okkar mun hafa samband við þig til að finna hentuga tímasetningu fyrir 360° ráðgjöf.
Það kostar ekkert að koma í 360° ráðgjöf. Hér að neðan getur þú óskað eftir 360° ráðgjöf. Veldu það útibú sem þú vilt að verði í sambandi við þig.
Nafn
Kennitala
Netfang
Sími
Útibú
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.