Aukakrónur er fríðindakerfi Landsbankans. Þú safnar Aukakrónum þegar þú notar kreditkort tengt Aukakrónusöfnun. Það er hægt að tengja allar tegundir kreditkorta Landsbankans við Aukakrónusöfnun, líka fyrirframgreidd kort. Í hvert skipti sem þú notar kreditkortið þitt safnarðu Aukakrónum, frá 0,2% til 0,5% af innlendri veltu, eftir því hvaða tegund af korti þú ert með. Þannig getur t.d. borgað sig að setja ýmsan fastan kostnað í boðgreiðslur því þá safnarðu Aukakrónum þegar þú greiðir reikninga heimilisins.
Sæktu um kreditkort
Breyttu í Aukakrónukort
Þegar þú greiðir með kreditkortinu þínu hjá samstarfsaðilum færðu afslátt í formi Aukakróna. Með því að skipuleggja það hvar þú verslar geturðu safnað enn fleiri Aukakrónum þegar þú greiðir fyrir matvörur, fatnað, ferðalög klippingu, bílaviðgerðir og ótal margt fleira. Þú finnur lista yfir samstarfsaðila með því að smella á hnappinn hér að neðan eða flipann Samstarfsaðilar hér að ofan.
Samstarfsaðilar
Aukakrónurnar sem safnast er hægt að nýta hjá fjölmörgum samstarfsaðilum um allt land. Hver Aukakróna gildir sem ein króna þegar þú greiðir fyrir vöru eða þjónustu. Aukakrónukortið virkar alveg eins og venjulegt debetkort hjá samstarfsaðilum og þú getur notað það til að greiða fyrir hvað sem er. Þú getur einnig notað Aukakrónurnar sem hluta af stærri greiðslu og þannig létt þér kaupin á dýrari hlutum.
Í netbankanum hefurðu góða yfirsýn yfir Aukakrónurnar þínar. Þú sérð alltaf hvað þú átt margar Aukakrónur með því að smella á „Kreditkort” efst á forsíðu netbankans og svo flipann „Aukakrónur“. Þar sérðu yfirlit yfir söfnunina, verslun hjá samstarfsaðilum og Aukakrónurnar sem þú átt von á í næsta mánuði.
Þú getur einnig flett upp stöðunni með því að slá inn kennitölu og kortanúmer á úttektarkortinu hér á síðunni.
Útskrá
Sækja
Aukakrónur eru tilvaldar til að gera eitthvað skemmtilegt. Aukakrónur má nota til að greiða fyrir vörur eða þjónustu hjá rúmlega 200 samstarfsaðilum um land allt. Skoðaðu samstarfsaðilana og það er nokkuð víst að þú getur nýtt þær í eitthvað sem gerir lífið skemmtilegra.
Athugið að hvert kreditkort getur einungis verið skráð í eitt fríðindakerfi.
A-kortið mun berast þér í pósti á næstu dögum.
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.
Vinsamlegast fylltu út formið til að panta tíma í Vesturbæjarútibúi