Greiðsluþjónusta

Með greiðsluþjónustu eru gjöld skuldfærð af reikningi þínum á réttum tíma. Þú velur í upphafi hvaða útgjöld á að skuldfæra í greiðsluþjónustu en tryggt þarf að vera að innistæða sé fyrir greiðslunni. Þú greiðir aðeins fyrir gerð greiðsluáætlunar auk lágmarksgjalds fyrir hverja færslu.

Helstu kostir greiðsluþjónustu

Með því að nýta greiðsluþjónustu Landsbankans veistu alltaf hver staðan er og þarft ekki að standa í biðröð í bankanum um hver mánaðamót til að greiða reikningana.

Greiðsluþjónusta er þægileg leið fyrir þig til að spara tíma og losna við ferðir í bankann. Við sjáum um að greiða reikningana fyrir þig á réttum tíma.

Hvernig sæki ég um greiðsluþjónustu?

Til að sækja um greiðsluþjónustu kemur þú með greiðsluseðla og upplýsingar yfir öll þau útgjöld sem eiga að falla undir greiðsluþjónustuna. Við höfum samband við þau fyrirtæki og stofnanir sem þú átt viðskipti við og óskum eftir að þau sendi greiðsluseðla til okkar.

Beingreiðslur

Beingreiðslur eru þægileg leið til að greiða föst útgjöld, t.d. áskriftar- og afnotagjöld, fjölmiðla-, orku- og símareikninga, tryggingariðgjöld og endurnýja happdrættismiða. Reikningarnir eru skuldfærðir á eindaga. Viðskiptavinur gerir samning við bankann um þá reikninga sem hann vill að skuldfærðir séu. Kostnaður við beingreiðslur er enginn.